Bein Textalýsing frá Íslandsmótinu í póker 2015 dagur 1

30Oct

 

Góðan daginn, Magnús Valur Böðvarsson heilsar frá Borgarnesi en hér fer fram bein textalýsing frá íslandsmótinu í póker.

13:50

Nú eru rétt rúmar þrjár klukkustundir í að Íslandsmótið í póker hefjist. Spilarar eru byrjaðir að koma einn og einn. Salurinn er orðinn klár og allt að verða tilbúið. Mótið hefst stundvíslega klukkan 17:00 og mælum við með að spilarar mæti með góðum fyrirvara.

A KQJT98765432AKQJT98765432AKQJT98765432AKQJT98765432

14:21

Minnum að sjálfsögðu á twitter með hashtaginu #icechamp2015 og pokersambands snappið sem er pokersamband

14:31

Salurinn í Borgarnesi

islandsmot

15:45

Nú rétt rúm klukkustund í að mótið hefjist. KOMA SVO!!!!

17:00

Spilurum er að fara vera hleypt inn

17:16

Það var smá vesen á tournament director en mótið er að hefjast, flestir komnir í sæti.

17:35 Guðmundur Helgi tekur fínan pott

Ég kem að borði sem telur 6A 8 72 Guðmundur Helgi lætur út 5025, Haukur Már foldar eftir góða umhugsun en Einar Eiríksson kallar með 8,8 en Guðmundur vann pottinn með Q9

17:37 Íslandsmeistarinn byrjar á að taka tvo potta

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra Eysteinn Einarsson byrjaði á að taka tvo fyrstu pottana á borðinu sínu. Menn vildu vekja athygli á því.

17:50 Steinar tekur fínan pott

Steinar Edduson bettaði 6200 á river á borði sem taldi 5 1 8A7 Guðmundur Auðun tankaði heillengi en lagði að lokum niður.

17:52 Vinningshafi facebooksleiknum chipleader??

Hrannar Már Sigrúnarson kallaði á mig og vildi endilega halda fram að hann væri chipleader en hann er kominn með 37k en starting er 30. Ég var fljótur að leiðrétta hann að Guðmundur Helgi sé kominn með meira enda tók hann góðan pott áðan. Kannski er hann næst stærstur ég er ekki viss.

18:01 Guðmundur Auðun tvöfaldar

Ég kom að borði sem taldi J 8A5 Guðmundur Auðun fer allur inn fyrir ca 17k en það var svipað mikið í pottinum. Guðmundur Helgi Helgason tankaði heillengi og kallar með AJ gegn 88 river var blank og Guðmundur Auðunn tvöfaldar sig. Guðmundur Helgi Helgason orðinn verulega short.

18:07 Átturnar greinilega málið í dag. Luffi með Quads

Ómar Guðbrandsson aka Luffi kallaði á mig en hann var að raka til sín potti með áttu Quads. Fékk ekki borgað á river.

18:18 Guðmundur Helgi tvöfaldar dvergastakkinn sinn

Guðmundur Helgi Helgason átti 900 eftir og fór allur inn yfir hnapphækkun hjá Steinari Eddusyni sem kallaði með K7 gegn AA Steinar átti gutshot en hitti ekki.

18:20 Naggurinn tók stóran pott. 

Naggurinn Jóhann Rafn Hilmarsson tók stóran pott rétt áðan á móti Agli með drottningasett gegn sexusetti. Líklega um 17k pottur.

18:25 Blindahækkun 75/150  

Enginn spilari datt út á fyrsta leveli dagsins.

IMG_2972

Guðmundur Auðunn og Guðmundur Helgi voru að klást í stórum potti áðan .

18:31 Fyrsti maður fallinn, títtnefndur Guðmundur Helgi

Það er action borðið. Guðmundur Helgi  (miðri mynd) opnaði, Einar Einarsson (lengst til hægri) endurhækkaði, Vytautas cold kallar, Guðmundur fer allur inn og Einar endurhækkar og aftur kallar Vytautas kallar. borðið kemur J 7 2 Einar tékkar, Vuyautas bettar 5k Einar fer allur inn og Vytautas foldar Q,Q.  Einar sýnir 77 en Guðmundur Helgi er með 99. Guðmundur nær ekki að tengjast borðinu og er út.

18:38 Annar maður út, Ray Ray út

Reynir Brynjólfsson er annar maðurinn til að falla úr leik. Sá ekki Action en skilst að ónefndur spilari hafi verið með tíur fullar gegn trips gosum hjá Reyni. Reynir var með KJ gegn 10 10 á borði sem inni hélt tvo gosa og eina tíu.

18:43 Norbert með konunglega litaröð

Norbert veðjaði 3 þúsund á river og fékk kall frá Steinari Braga sem var með 9 high flush. Norbert með royal flush. Sá ekkert action eða neitt.

18:56 Christian Bale orðinn lowstack

Júlíus Jakobsson var að tapa stórum potti á móti Andrési Vilhjálmssyni, sá ekki action en báðir voru með kóng í höndinni sinni og hittu það. Kickerinn hjá Andrési var betri eða gosi gegn tíu hjá Júlíusi. Júlli með ca 9k eftir.  Júlíus komst á lokaborð seinast þegar hann spilaði seinast.

19:00 Bóndinn getur farið að moka skít

Jón Þröstur Jónsson þekktur sem Jón Bóndi er dottinn úr leik. Hann fór allur inn á borði sem las 3 4 J, Eydís Rebekka þekkt sem drottningin kallaði, það gerði Orri líka bæði tékkuðu niður 6 og 8 á turn og river. Orri sýndi A4 fyrir par það var nóg til að vinna bæði en Eydís sýndi 3 og muckaði. Jón náði ekkert að tengjast borðinu og er út.

19:03 Flugmaðurinn reyndi að plata flugdólginn

Eða var það flugþjónninn, allavega hafði Rúnar Rúnarsson ekki náð að hitta röðina sína með með 7 9 gegn A T hjá Jóhanni Arnar Jóhannssyni sem hafði tvö pör.

19:15 Buddha er fallinn

Árni búdda er allur eftir að hafa farið allur inn á borði sem K262 Anika veðjaði, Árni endurhækkaði og Anika fór allinn og Árni kallaði. Árni var með AK gegn AA hjá Aniku. Árni náði ekki að hitta annan kóng og er dottinn út.

19:22 Talning hjá nokkrum spilurum

Guðmundur Auðun 46k

Anika Mai 60k

Einar Þór Einarsson 48k

Steini Pé 60k

Orri 60k

19:33 Blindahækkun 100/200

Fyrri helmingurinn er farinn í mat. Hinn helmingurinn heldur áfram að spila.

19:41 Andrés fær ásaquads AFTUR

Andrés Vilhjálmsson var að taka stóran pott á móti Binna sjóara. Andrés var með TA gegn Q Q á borði sem rann AT4AA þetta var ekki allin pre. En Andrés floppaði tveim og hljóp í quads. En hann fékk líka quads fyrr í mótinu gegn Aðalsteini Bjarnasyni.

19:45 Auðun fær Finn til að folda kóngum

ég kom að borði 7 Q59 Finnur veðjaði um 4k og Auðunn fór allur inn fyrir um 17k betur. Finnur foldaði og sýndi KK

IMG_2981

Finnur Sveinbjörns að tanka eftir allin hjá kylfunni.

19:49 snemmbúið Bad run hjá Valda skjálfta

Drengurinn var tekinn af hraðamyndavél í göngunum á leiðinni í Borgarnes. Hann er amk annar spilarinn sem gerir það en Haukur “zickread” var líka mældur þar.

19:51 Naggurinn drekkti sjóaranum

Ég kom að borði sem las  K  6  7 Binni fór allur inn og Jóhann Rafn Hilmarsson þekktur sem Naggurinn kallaði með  K  K en Binni var með  5 4 og náði ekki að hitta röðina.

19:59 Logi lax tvöfaldar sig í cooler hönd. 

Ég kem að borði sem las  T 4 7 A Guðjón Jóhannesson veðjaði 6k og laxinn fór allur inn fyrir um 12k betur. Gaui snappkallar með  A T og er drawing dead á móti  A A. Sjúkur cooler. Gaui ennþá ágætlega á lífi.

20:07

IMG_2982

Örninn Össi tiskugúru og Eysteinn “weirdAl” íslandsmeistari frá því í fyrra.

IMG_2983

Matthías Sigurðsson “Matti55” Leifur Viktor, Hlynur og Hjörtur “HKall” einbeittir.

20:13 Lárus Óskarsson tvöfaldar og lendir svo í ísköldum stokk.

Lárus Óskarsson fór allur inn á turni á borði sem las,  8 4 3 6 Lárus var orðinn frekar lowstack og Örninn Össi kallaði. Össi sýndi  T 8 fyrir top par. Lárus sýndi  6 3 tvö pör og flushdraw og heldur.

Tveim höndum seinna tapar hann risa potti á móti selfyssningnum Víði Frey Guðmundssyni en þeir voru báðir á lokaborðinu í fyrra. víðir endaði í 7. en Lárus öðru. Lárus var með sett af sjöum gegn setti af Gosum hjá Víði. Lárus orðinn ennþá minni en hann var fyrir höndina sem hann tvöfaldaði sig.

20:26 Lárus Óskarss út

Lalli fór allur inn með lítinn stakk. Örninn Össi kallaði hann. Lalli var með A7 off gegn QJ í spaða hjá Össa. Örninn floppaði röð 9 10 K og Lárus var því drawing dead.

20:28. Nuts gegn second nuts, Naggurinn tvöfaldar

Ég kom að borði sem taldi 2 4 5  8 A  og Naggurinn var allur inn. Andrés kallaði hann. Andrés var með 36 fyrir röð en Naggurinn 67 fyrir nut röð. ca 35k pottur.

20:30 Helgi hleypur í lit og tekur Atla út. 

Helgi Elvarsson kallaði Atla all in á borði sem las  J  2  4 Atli var með  A J gegn  A 2 Turn og river koma tveir tíglar og sýgur í lit.

20:45 Drottningin að taka um 50k pott með drottningar

Eydís Björgvinsdóttir var að taka risapott gegn Orra. Eydís var með QQ gegn JJ hjá Orra. Sá ekki action.

20:47 Guðmundur A. Ragnarsson er fallinn

Tapaði með AA á móti röð hjá Steina Pé. Sá ekki action.

21:00

IMG_2986

Hákarlaborðið, Jónas, Einnar Einarss, Sævar Ingi, Vuytautas, Garðar Geir og Steinar Edduson, einnig er Guðmundur Auðun á þessu borði

IMG_2988

Jón Ingi fyrrum íslandsmeistari í Karate mætir alltaf vel klæddur. Bjarni Heiðar Halldórsson honum við hlið en hann var á lokaborðinu í fyrra.

IMG_2987

Daníel Már Pálsson er með allt lóðrétt að eigin sögn, Brynjar Bjarkason er honum við hlið og Ellert Magnason er á endanum.

IMG_2989

Drottningin Eydís Björgvinsdóttir situr hliðiná Ómari Guðbrandssyni, aka Luffi, Orri er hliðiná honum en Eydís sem á btw sama afmælisdag og ég vann stóran pott af Orra rétt áðan með QQ gegn JJ

21:07 Þrösturinn komst aldrei á flug

Þröstur Ólafsson eiginmaður Eydísar er dottinn út og var það rungood facebookleiksins Hrannar Már Sigrúnarson sem tók hann út. Hrannar var með JJ gegn 85 hjá Þresti. Þröstur var með par og open ended en náði ekki að tengjast endastrætinu.

21:15 Baldur náði ekki að Seljan Magnússon er allur

Fór allur in fyrir flop gegn Pétri Dan sem komst á lokaborðið í fyrra. Baldur var með með AK í tígli gegn 88 hjá Pétri. 8 kom í borðið á floppi og skipti því litlu þó Baldur hafi hitt ásinn á endastræti. Baldur Seljan Magnússon út.

21:23 Steini Pé að hlaupa betur en Darwin Moon á hestasterum

Steini Pé er klárlega chipleaderinn í fieldinu en hann var rétt í þessu að turna húsi á móti röð hjá Sveinbirni. Steini er líklega komin ansi nálægt 100k.

21:29 Level 4 100/200 ante 25

Seinni hópurinn er komin úr mat og því hægt að hefja fjórða level dagsins.

21:36 8 konur í fieldinu

Í heild voru 135 sem hófu leik af þeim 8 konur sem gerir rétt um 6%. Þetta eru Eydís Björgvinsdóttir, Rut Jóhannsdóttir, Valdís Valsdóttir, Eva Arnet, Inga Poko, Anika Mai Jóhannsdóttir, Jana Guðjónsdóttir og Inda Hrönn. Inda og Anika hafa farið á lokaborð, Anika vann en Inda endaði í 8.sæti. Í fljótu bragði sýndist mér Jana vera með stærsta stakkinn af þeim.

21:50 Bjössi diesel tvöfaldar sig

Bjössi diesel stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðum fyrir tournament líf sitt á borði sem taldi AKQ9 Anika setti hann allan inn og Bjössi tankaði heillengi áður en hann ákvað að kalla með A K gegn Q 9 hjá Aniku. Bæði með tvö pör. Bjössa voru betri og hélt hann þegar blank river datt út.

21:55 Hver segir að nía þristur sé drasl

Haukur “Zickread” var að taka góðan pott með 93 gegn AK.

22:00 Ingó kokkur getur farið í svefninn

Ingó var allur inn með A10 á 7894 borði gegn 89 hjá Svavari Guðmundssyni. Ingó náði ekki að tengjast borðinu.

Vuytautas datt út einnig út á öðru borði gegn Leó Sigurðssyni en þeir voru allinn fyrir flop A10 hjá Vídasi gegn AJ hjá Leó. Hvorugur tengdist borðinu og AJ hár var nógu góður.

22:02 Snillingurinn einnig fallin

Snillingurinn er út þegar hún fór allin með QT á borði sem las T48 top par og flushdraw gegn KA Borði rann 5 3 fyrir hlaupandi hærri lit hjá andstæðingnum sem ég sá því miður ekki hver var.

22:11 Mikið að gerast næ ekki að sjá allt

Veit að Minda að tvöfalda sig, Inda var að taka út Martin kelley, Pétur Dan tvöfaldaði sig í gegnum Óskar Kemp með 88 vs K2 hjá óskari allin preflop. Þá er Júlíus”Cristian Bale” Jakobsson búinn að vera í rússibana með stakkinn sinn úr 10k uppí 40k og niður í 2k og uppí 10k.

22:15 Óskar Kemp, þarf að segja meira

Óskar Kemp var rétt í þessu að sjúga Pétur Dan útúr mótinu, Pétur var nýbúinn að tvöfalda sig í gegnum Óskar þegar hann vaknaði upp með tvo ása og fór allur inn. Óskar ákvað að vakna upp með J9 í sama lit og kallaði að sjálfsögðu. Fyrsta strætið hjálpaði óskari ekkert. Annað stræti gaf honum möguleika á röð, á endastræti komst hann í röðina og tók Pétur Dan út. Ekkert back to back lokaborð hjá Pétri Dan. Þess má til gamns geta að þeir voru báðir á lokaborði í fyrra.

22:19 Aðalsteinn Bjarnason dottinn út

Aðalsteinn fór allur inn á borði sem las A44J Hann var kallaðir af Agli Þorsteinssyni. Aðalsteinn var með AK gegn AJ fyrir tvö pör. Aðalsteinn náði ekki að tengjast endastrætinu og er því dottinn út.

IMG_2992

Egill Þorsteinsson lengst til vinstri var að taka Aðalstein Bjarnason út sem er lengst til hægri. Andrés Vilhálmsson og Jóhann Rafn”Naggur” Hilmarsson eru á milli þeirra.

IMG_2991

Víðir Freyr Guðmundsson og Kristján Bragi Valsson

IMG_2990

Steini Pé er yfirburðar chipleader, Ingi Þór er við hlið hans.

22:31 Haukur floppar húsi

Ég kem að borði sem las TT2. Birgir Þór setur út 1300. Haukur kallar og Einar Eiríksson kallar einnig. Turn kemur K Birgir setur út 2200 og Haukur endurhækkar í 5500. Birgir kallar. River er svo merkingalaus 4. Haukur setur út 7000. Birgir segir, sýndu mér tíuna þína og kallar. Haukur sýnir 22

22:51 Inga Poko og Ingi Þór dottin út

Inga Poko var allin á turni með AQ á A 4 6 3 borði, Einar Eiríksson gaf sér góðar fimm mínútur til að kalla með AK sem hélt og Inga datt út.

Þá datt Ingi Þór út þegar hann fór allin fyrir floppið með rétt um 3k, Viktor Einarsson neyddist til að kalla eftir að hafa raist preflop með 7 9 í spaða. Borðið rann 10 8 A,  sem gaf Viktori enn fleiri outs. Turn 7 sem var nóg því Ingi náði ekki að hitta þrist í lokin.

22:55 Chip count hjá nokkrum völdum spilurum

Jana Guðjónsdóttir 73k

Víðir Freyr Guðmundsson 87k

Haukur Már Böðvarsson 60k

Örvar Bjartmarsson 64k

Óskar Kemp 78k

ómar Guðbrandsson 65k

Sasha 73k

Svavar Guðmundsson 90k

Steini Pé 115k (chipleader)

Steinar Edduson 65k

22:57 Sveinbjörn tvöfaldar

Sveinbjörn var að tvöfalda sig í gegnum Steina Pé, Sveinbjörn með AJ gegn A9 hjá Steina. Sveinbjörn hitti gosa og það var nóg. Sveinbjörn átti bara rétt um 5k þannig að lítið högg fyrir Steina

23:03 Leifur Viktor var maður með draum

Kem að borði sem telur 67K55

Einar setti Leif Viktor allinn sem tankaði, Leifur hafði 3bettað preflop. Leifur kallaði, Einar sýndi 66 Leifur mökkaði. Pottur uppá 60k. Leifur er því dottinn út.

23:05 Elli Magna er út. 

Ég kom að borði sem las T 95 Leó Sigurðsson setti hann allan inn. Elli Psí kallar. Leó var með T9 En Elli með T8 Turn kom svo önnur nía og Elli var út.

23:15 SVAKALEGT double up hjá Guðmundi Auðuni

Ég kem að borði sem les 8J7 T4. Egill Þorsteinsson fór allur inn. Potturinn var ca 25-30k fyrir river og Egill fór allur inn með Gumma coveraðan en Gummi átti um 25k eftir. Gummi tankar í ca 8 mínútur þangað til tími er kallaður,  hann endar á því að kall með Q9 sem var nóg því Egill var með JT. Rosa hönd

23:20 Rut og Stefán Snær eru út.

Ég sá ekki actionið en Stefán var með A9 gegn AK hjá Inga Þór Stefánssyni.

23:25 Einar Már tvöfaldar

Var allin á móti Hákoni með AA gegn 99. Hákon náði ekki að tengjast borðinu.

23:25 Ískaldur stokkur hjá Bernharði

Bernharð kallaði allinn frá Kjartani Þór. Borð sem las 678. Bernharð var með 66 gegn 78 hjá Kjartani. Turnið var blank og river 7 sem gaf Kjartani hús.

Höndina eftir tvöfaldið Bernharð sig með A4 gegn AJ hjá óskari Kemp. Bernharð hitti 4.

23:27 Egill Þorsteinsson út

Egill fór allur inn úr litla blind með AQ gegn A5 hjá Jóhanni “Nagg” Hilmarssyni. Ás kom á floppinu, turnið var fimma og river líka ekki að það skipti máli en ljótt beat hjá Agli.

23:35 Styrmir tvöfaldar sig, counterfit city

Stymmi fór allur inn með AQ gegn 77 hjá inga Þór Stefánssyni. Borðið rann K84 turn K river 8 og Ingi counterfittaðist. Þá tvöfaldaði Sveinbjörn sig í gegnum Garra. Sveinbjörn var með QQ gegn K10 allin á turn en Garri var bara með flushdraw sem hitti ekki.

23:37 Blindahækkun 200/400 ante 50

Gleymdi auðvita að nefna seinustu hækkun. Þetta er síðasta level kvöldsins.

23:49 Steini Pé setur Pressu á Garðar

IMG_2998

Steini Pé lengst til hægri lét út 50k á river sem var nóg til að setja garðar geir til vinstri allan inn á borði sem las  J 9 7 6 9. Garðar tankar í góðar 3 mínútur áður en hann foldar

23:53 Það verður nýr íslandsmeistari í ár. Eysteinn út

Eysteinn var orðinn verulega short og fór allur inn með K2 og fær kall frá A2. hvorugur tengir við borðið og Eysteinn er út.

23:55 Svavar Ottesen og Viktor Einarsson út

Viktor fór í klassískt hlutkesti gegn Daníel Má Pálssyni, á miðri mynd fyrir ofan, Viktor með AK gegn QQ hjá Danna Már. Hvorugur tengdist borðinu. Þá fór Svavar Ottesen allinn á borði sem Las 434. Hann fékk kall frá ónefndum spilara með QQ. Svavar var með 73 og náði ekki að hitta annan þrist, meira segja counterfittaðist í þokkabót.

IMG_2997

Haukur Már Böðvarsson, Einar Eiríksson, Inda Hrönn, Halldór Már Sverrisson og Jóhann Schröder

23:59 Rafn út, Hákon og Pétur Steinsson tvöfalda sig

Rafn var allur inn með AQ og fékk kall frá Gunnar Erni með KJ. Gunnar hittir gosa og það var nóg. Hákon fór allur inn á öðru borði með QJ á borði sem innihélt K10 x. Hann fékk kall frá Víði Frey sem var með AK. Hann þurfti því A eða 9 og hitti bæði. Pétur Steinsson var allur inn með A4 gegn Q10 hjá Jóhanni Arnari. Ásinn á floppinu var nóg.

00:03

 

Guðmundur Auðun er með stóran stakk og Jóhann Rafn Hilmarsson “Naggur” er með fínan stafla.

00:06 Er ekki kominn tími að þagga niður í þessum Óskari

Þetta voru orð eins spilarans þegar Óskar Kemp kallaði allin frá ónefndum spilara. Óskar var með J fyrir millipar á meðan ónefndi spilarinn var með K10 fyrir tvö pör. Óskar náði ekki að hitta gosa á river.

00:07 Himmi legend út.

Fór allinn eftir raise, með KQ, Daníel Már sem átti eftir að gera cold fourbettar með KK. Himmi náði ekki að tengjast borðinu og því út.

00:14 Menn hrynja út. Davíð Sævarsson, Sigurður Rúnar og Pétur út. 

Davíð sævarsson fór allur inn með AJ, Rúnar flugmaður Rúnarsson var ekkert að elska það að þurfa að kalla með 85. Ás á floppi en Rúnar hittir runner runner, 5 og svoo 8 fyrir tvö pör.

Pétur fór allin með A10 í laufi gegn AK í hjarta hjá Guðmundi Auðuni. Borðið var stórhættulegt. QJ3 með tveim laufum. Turn og river voru blank.

Sigurður Rúnar er út ég veit ekkert hvernig eða hver tók hann út.

00:19 Tveir út í sömu hönd. Árni og sveinbjörn út í multiway action

Sveinbjörn fór allur inn undir byssu með AK suited, Óskar kemp kallaði, Norbert kallaði, ónefndur spilari kallaði og Árni fór allur inn yfir og allir þrír kalla. Borðið rann A Q 4 rainbow, Norbert bettaði 10k og báðir spilarar folduðu. Norbert var með AQ. Árni með KK, Sveinbjörn með AK, svaka hendur. tía á turn gaf smá svita en river var blank 4 og bæði Árni og sveinbjörn eru út.

00:37 Júlíus tekur góðan pott

Í einni af seinustu höndum kvöldsins kem ég að borði sem telur  7 7 Q A júlíus setur út 3k, Naggurinn hækkar uppí 11 og Júlíus fer allur inn og á 11 betur. Naggurinn tankar í góðan tíma en endar á að folda.

00:40 Dagur 1 lokið. 92 eru eftir af 135. Meðal stafli er 43,7k. 

Stærstu staflarnir eru Guðmundur Auðun með 135k og Steini pé með 140k þegar ég tékkaði seinast. Fullur listi yfir spilara sem eru eftir og staflastærðir koma seinna í kvöld eða morgun.

  1. trausti pálsson says:

    hvað eru margir spilarar og mörg borð í play.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *