Bein textalýsing frá degi 3 á Íslandsmótinu í póker

1Nov

Góðan daginn.

Hér hefst textalýsing frá degi 3 á Íslandsmótinu í póker. 26 spilarar eru eftir og verður spilað þangað til 9 verða eftir.

Magnús Valur Böðvarsson heiti ég og sé um textalýsinguna, þess má til gamans geta að ég svaf ekki yfir mig í ár en það slysaðist í fyrra um ca klst.

11:35

Borð 1

Ari Schröder 134.500

Leó Sigurðsson 260.700

Steini Pé 207.400

Jóhann Örn Ingvason 177.300

Jóhann Klemenz 227.200

Jóhannes Geir Rúnarsson 59.800

Einar Már Þórólfsson 212.800

Haukur Grettisson 144.600

Sasha 101.400

 

Borð 2

Bjarni Baquette 118.900

óskar Kemp 277.900

Eiríkur Garðar Einarsson 61.400

Logi Laxdal 92.700

Sævar Ingi Sævarsson 144.000

Örninn Össi 89.900

Ómar Guðbrandsson 295.300

Eydís Björgvinsdóttir 27.500

Kristján Bragi Valsson 140.000

 

Borð 3

Helgi Kri 243.100

Hákon Örn Bergman 75.700

Valdimar Jóhannsson 207.600

Örvar Bjartmarsson 96.500

Haukur Már Böðvarsson 24.700

Guðmundur Auðun Gunnarsson 287.600

Andri Björgvin Arnþórsson 113.100

Adam Ingvarsson 137.900

12:00 Allt orðið klárt leikar hefjast að nýju. 

Einhverjir spilarar verða of seinir, þeirra missir.

12:08 Maður út í fyrstu hönd. 26.sæti Haukur Már Böðvarsson

Foldað var að Hauki á hnappnum með 10bbs hann fór allur inn og Guðmundur Auðun kallaði.

Haukur með  K 5 á móti  A 8

Borðið rann  2 4 6 8 9

12:11 Maður út á hönd 2. 25.sæti Jóhannes Geir Rúnarsson

foldað var að Jóhannesi á button sem fór allur inn. Haukur Grettisson kallaði í stóra blind. Jóhannes var með  A 6 gegn  7 7

Borðið rann  3 T J turn gaf smá auka outs  K river  K

12:22 Allir mættir, nema Luffi

Spurning er hvort Luffi ætli að sofa sig í money, stór spurning. Tveir dottnir út. Eydís búin að fara allin tvisvar án þess að fá kall.

12:24 Adam tekur fínan pott

Ég kom að borði sem las  K 3 J 2

Valdi skjálfti lét út 28k og Adam fór allur inn. Valdi foldaði mjög snögglega.

12:27 Valdi kripplar Sasha

Ég kem að borði sem les  T K 7 9 5

Sasha bettar út 16.700 á river og Valdi kallar snögglega. Sasha með  K Q á meðan Valdi vann pottinn með  A K

12:31 Eydís tvöfaldar Floppar fernu

Kiddi Vals hækkar undir byssu og það er foldað að Eydísi í stóra blind. Eydís segir” Ert þú að hækka Kiddi minn”  Kiddi svaraði já. “Já ég er allinn” sagði Eydís. Kiddi kallar snögglega.

Eydís með  K K gegn 9 9 hjá Kidda

Floppið var ekki einu sinni að bjóða uppá svita.  K K 4 2 8

12:37 Kemp setur pressu

Óskar Kemp hafði hækkað fyrir flopp og fengið kallar frá Sævari Inga og Eydísi. Fyrsta stræti las  2 3 8. Hann setur út 13.500. Báðir spilarar kalla. Turn kom  Q Óskar bettar56.500 sem er nóg.

Næstu hönd fer hann allur úr litla í stóra og Logi Lax foldar

12:40 Eydís tvöfaldar aftur. 

Eydís fór allinn og var kölluð af Óskari Kemp. Eydís með  8 8 gegn  K Q. Borðið las  A 8 4 Sett fyrir Eydísi. Menn geta þó ekki verið alveg lausir við svita því turn var  J en river var saklaus  3

IMG_3028[1]

Sasha, Guðmundur Auðun, Andri Björgvin og Adam og að sjálfsögðu Rannveig Dealer tvíburamamma.

IMG_3027[1]

Jóhann Klemenz, Eiríkur Garðar, Einar Már og Haukur Grettisson ásamt Sillu Dealer

IMG_3026[1]

Ari Schröder, Leó sig, Steini Pé, Jóhann Örn og Jóhann Klemenz

IMG_3025[1]

Helgi Kri, Hákon, Valdi og Örvar

IMG_3024[1]

Óskar Kemp, Logi Laxdal, Sævar Ingi og Örninn Össi

IMG_3023[1]

Sævar Ingi, Örninn, Ómar”Luffi”, Eydís og Kiddi Vals er of upptekinn í símanum aðhann faldi sig bakvið dealer.

13:00 blindahækkun 1500/300 ante 500

Það verður orðið dýrt að spila. Pressa á minni stakkana.

13:03 Andri Björgvin 3 bettar á floppi

Ég kom að borði sem las 2K5

Valdi setti út 11.700. Gummi Auðun kallar. Andri Björgvin endurhækkar í 25k. Báðir spilarar folda.

13:07 ÓSKAR KEMP!!! Logi Laxdal út í 24.sæti

Ég kem að borði sem les K3A. Óskar veðjar og Logi fer allur inn fyrir ca 100k. Óskar Snappkallar. Logi með yfirhöndina með 33 gegn K8 fyrir millipar og flushdraw. turn 7 river J. Óskar með lit. Það er fátt að fara stoppa að Óskar að fara back to back lokaborð.

13:10 Er hægt að stoppa manninn. ÓSKAR KEMP!!! Örn Arnarson út í 23.sæti

Jájá það er ekki nema næsta hönd á eftir. Ég kem að borði sem les K67

Peningarnir enda inni. Össi með K4 með par og flushdraw nákvæmlega eins og Óskar í seinustu hönd. Óskar var með KJ. Turn og river voru blank og Össi út. “gat ég ekki hitt helvítis flushið” sagði Össi og labbar út. Óskar að hlaupa eins og Kenýskur maraþonhlaupari.

13:22 Eiríkur Garðar fór allinn og ætlaði út að reykja

Jóhann Klemenz hækkaði fyrir floppið í 7k, Garðar endurhækkaði í 20k. jóhann kallaði. J95 Eiríkur Garðar fer allur inn, jóhann var búinn að tanka í ca 2 mínútur þegar Eiríkur Garðar stendur upp og segir”ég ætla út að reykja, gefðu þér bara þann tíma sem þú þarft” Hann er fljótlega stöðvaður að hann megi ekki yfirgefa á meðan höndin er í gangi. Jóhann foldaði. Garðar með QQ. Hann er búinn að fá AA tvisvar í dag líka.

13:24 Raise, allinn, allinn, Tank. 

Hákon opnar í co, Örvar fer allur inn í litla blind, Sasha í stóra blind fer líka allur inn og Hákon fór í tankinn en endar á að folda. Örvar og Sasha báðir með AK.  “Sick ég var með ás drottningu” sagði Hákon. “hvernig eruði báðir með Ás kóng” segir Helgi Kri.

13:24 Haukur Már spilaði í 38 sekúndur

Haukur datt út í fyrstu hönd, kemur með skemmtilega twitterfærslu um gengi sitt á degi 3.

13:31 Hákon endurhækkaður í gríð og erg.

Ekki nóg með að Örvar og Sasha hafi verið allir inni áðan, þá raisti Hákon aftur á hnappnum, Valdi skjálfti endurhækkaði hann úr litla blind. Næstu hönd á eftir raisar hann aftur nú í co og í þetta skiptið fer Örvar aftur allur inn og Hákon foldar. Hákon á ekki að fá að raisa í dag. 20k chips farnir útum vaskinn á stuttum tíma.

13:39 Allin kall chop aftur

Jóhann Klemenz hækkar, Eiríkur Garðar fer allur inn, jóhann kallar. Báðir eru með AQ suited. floppið var rainbow en báðir með möguleika á backdoor lit en turnið var blank. Split

13:42 Luffi tekur RISAPOTT af Óskari Kemp

Ég kem að borði sem les QJ9 Óskar veðjaði og Luffi kallaði. Turnið var K Óskar setur út 25k. Luffi tankar í smástund og setur í 75k. Óskar kallar. River kemur 5 Luffi bettar út 110k. Óskar snappkallar. Luffi með hnetur AT

Óskar með JT Óskar segir “Vá” þegar hann sé höndina hjá Luffa

13:47 Kristján Bragi og Sasha tvöfalda

Kristján Bragi var allur inn gegn Óskari Kemp með KK gegn AQ í laufi. Óskar náði ekki að tengjast borðinu og kristján því kominn í um 100k.

Sasha var allur inn á floppi gegn Örvari. Sasha floppaði fimmu setti gegn top pari hjá Örvari sem var með ás gosa en ás var í borði. Örvar verulega lítill.

13:52 Allt að ganga á afturfótunum hjá Óskari. Bjarni tvöfaldar

Bjarni baquette raisar í litla, óskar hækkar í stóra og Bjarni fór allur inn. óskar Snappkallar.

Bjarni með 88 gegn KQ hjá Óskari.

Borðið rann 9A7 turn gaf meiri svita 4 river blank.

13:55 Þvílíkt miðstræti. Kristján Bragi Valsson út í 22.sæti

Ég kem að borði sem les 7Q5 Luffi hafði opnað og Kristján kallað. Turn kom 8 Luffi veðjar, Kristján fer allur inn, Luffi snappkallar. Luffi með 69 fyrir hneturöð en Kristján með 88 fyrir sett. Ótrúlegt turn spil. Kristján náði ekki að fylla upp í hús á endastræti og er því út.

14:00 Örvar Bjartmarsson út í 21.sæti

Örvar fór allur inn með A3 og var kallaður af Sasha í sb bb action. Sasha með 88 sem hélt. Enginn ás í borð og fyrrum íslandsmeistarinn er úti.

14:01 Svakaleg tvöföldun hjá Helga Kri

Ég náði ekki að sjá sortir en ég kom að borði sem taldi K 7 3  Helgi Kri og Hákon enda allir inni. Helgi með AA gegn AK hjá Hákoni. Hákon nær ekki að tengjast borðinu á turn eða river.

14:02

Kem að borði sem les  3  T Q   8   7 og Jóhann Klemens hefur shippað riverið, 85k inn í 50k pott.

Leo tankar í góðar 5mín áður en hann leggur niður og Klemmi sýnir A 7 , Leo seigist ekki hafa haft það beat, það eru sekkir undir þessum herramönnum.

14:03 Hákon Örn Bergman út í 20.sæti. Bubblan í gangi. 

Þess má til gamans geta að Eiríkur Garðar á möguleika á að bubbla annað árið í röð.

Hákon átti nánast ekkert eftir seinustu hönd og fór allur úr litla blind og var kallaður af Valda Skjálfta í stóra blind. Valdi var með 8-2 en Hákon 6-7 Hákon náði ekki að tengjast borðinu en Valdi hitti tvist annars hefði highcardið hans verið nóg samt sem áður.

14:13 ALLINN OG KALL á bubblu. Eydís tvöfaldar

Eydís með minnsta stakkinn er í BB. Andri Björgvin hækkaði og kallaði Allinn. Eydís með JJ gegn 99 hjá Andra sem náði ekki að tengjast borðinu. Bubblar Eiríkur Garðar 2 ár í röð???

14:26 Eiríkur Garðar tvöfaldar

Jóhann Klemenz hækkar og Garðar fer allur inn með um 10bb en hann er minnstur. Jóhann tankaði heillengi og sagði svo “æi jájá” og kallar með 10 8 í spaða Á floppinu kom A 4 8 einn spaði, þurfti því runner runner spaða eða 8 eða 10 en það kom ekki og Garðar tvöfaldar sig.

14:53 Andri Björgvin og Óskar taka fína potta

óskar vann um 100k pott gegn Gumma en þeir tékkuðu báðir river með A high. Gummi hitti ekki flushdraw og Óskar ekki röð með AQ.

Andri tók pott af Adam þegar hann floppaði topp tveim pörum með KJ og veðjaði öll stræti. Adam muckaði. Ennþá bubble time

14:57 Bubblan ætlar ekkert að springa. 

Alveg búið að vera action en menn ekkert að fara allin, Ari fór einu sinni Allinn fékk ekkert kall. Eydís lang minnst

14:58 Helgi Kri Hetjukallar

Sasha opnar, Andri kallar, Adam kallar, Helgi kallar. Borð kemur 4 2 10 með tveim hjörtum. checkað að Helga sem skýtur út. Andri er eini sem kallar. Turn er 5. Báðir tékka. River 5. Andri bettar 16k Helgi kallar fljótlega með AQ high sem er gott. Andri með J9 í hjarta fyrir busted flushdraw.

15:10 Andri foldar gosum

Foldað að Valda á hnappnum sem hækkar. Andri endurhækkar og Valdi endurhækkar aftur. Andri tankar í góða stund og spyr hvað hann eigi mikið, báðir voru svipaðir Andri foldar gosum. valdi var með KK

15:12 Eydís tvöfaldar aftur. Ari shippar fær ekki kall

Eydís fór allin yfir raise frá Sasha sem kallar. Eydís með 77 gegn A5 hjá Sasha. Glugginn er ÁS, það er staldrað aðeins við ásinn og komið með restina. 7 lét sjá sig næst.

Ari Schröder fór allur inn með 34k en fékk ekki kall. held að Garðar sé aftur orðinn lægstur. Gaman að þessu.

Annars eru sumir middle stakkarnir þegar bubblan hófst búnir að vera þrengri en klístraður latex hanski.

15:25 Bubblan sprungin 19.sæti Ari Schröder

Ari fór allur inn undir byssunni, Guðmundur Auðun í næsta sæti kallar aðrir folda. Ari með AK gegn KK hjá Gumma. Borðið bauð uppá auka outs þar sem var 10 og Q í borði en engin gosi eða ás mætti á svæðið og Ari því loftbólustrákurinn í ár.

Á öðru borði var Jóhann Klemenz allur inn á floppi og Jóhann Ingvason fór í tankinn en endaði á því að folda. Eiríkur Garðar bubblar ekki tvö ár í röð og Eydís kemst líka í pening.

Næsta level er 2000/4000 með 500 ante. Það er smá break meðan chippað er upp. Avg stakk er 223k.

Luffi er chipleader með svona 700-800k held ég.

16:00 Eiríkur Garðar tvöfaldar

Leó sigurðsson hækkar veðmálið, Eiríkur Garðar fer allur inn og Leó kallar.

Eiríkur Garðar með QQ á móti JJ

Borðið kom AAA Litlar vonir fyrir Leó. Turn og river blank. Guðmundur Auðun sagði fyrir höndina að hann hafi folda QJ í laufi.

16:04 18.sæti Adam Ingibergsson 80.000 Haukur floppar quads

Adam fór allur inn og Haukur Grettisson líka. Haukur átti 2k meira en Adam. Adam var með 77 gegn 99 hjá Hauki. Hauki floppar Quads og Adam því út. Ég segi þér það, níur eru nuts

16:14 17.sæti Jóhann Klemenz 80.000. 

Leó Sigurðsson hækkar og Jóhann kallar. Floppið kemur Q72

Leó c bettar. Jóhann fer allur inn og Leó kallar. Leó er með AA en Jóhann með Q9 Turn og river hjálpaði ekki og Jóhann er út. Jóhann fer líklega ekki neitt strax þar sem hann er frá Höfn. Ansi langur akstur sem bíður hans heim

16:18 16.Sæti  Andri Björgvin Arnþórsson. Luffi vaknar með Ása

Andri fór allur inn með tvær tíur gegn Ásum hjá Luffa sem kallaði að sjálfsögðu. Borðið hjálpaði fyrrum landsliðsmanninum ekkert og hann er því út. Andri getur því skutlast niðrá Bifröst þar sem hann er í mastersnámi.

IMG_3039[1]

Andri Björgvin hér lengst til hægri er dottinn út

IMG_3038[1]

Adam Ingibergsson til hægri er líka út. Aðalsteinn Pétur Karlsson aka Steini Pé er ennþá inni.

IMG_3037[1]

Haukur Grettisson tók Adam út þegar hann floppaði Quads

IMG_3036[1]

Ómar Guðbrandsson “Luffi” er chipleader, hann er fyrrum íslandsmeistari í Omaha. Óskar Kemp og Sævar Ingi eru honum við hlið en báðir eiga þeir lokaborð að baki

IMG_3035[1]

Keflvíkingurinn Guðmundur Auðun á eining lokaborð. Sasha og Húsvíkingurinn Bjarni Baquette eru honum við hlið.

IMG_3034[1]

Eydís Björgvinsdóttir er last woman standing rosa short. Eiríkur Garðar er líka búinn að eiga níu líf en Jóhann Klemenz er út

IMG_3033[1]

Helgi Kri gullaldar goðsögn og Leó Sig sunday million lokaborðsmaður eru báðir búnir að spila fáranlega vel.

Leó endaði í 5.sæti í sunday million á seinasta ári.

16:35 Chipsar færast frá Húsavík til Akureyrar.

ég kem að borði sem les 2574K

Haukur hafði bettað öll stræti á móti Steina Pé sem kallaði. River bettið var 42k og Haukur að taka góðan pott. Haukur sýndi AJ fyrir hnetur.

Þess má til gamans geta að það eru þrír húsvíkingar eftir Bjarni, Steini og Einar. Akureyringurinn Haukur Grettisson  Þá bjó Leó sig líka á akureyri.

16:43 Mikilvæg tvöföldun hjá Sævari Inga

Það var foldað að hnappnum þar sem Luffi hækkar, Óskar kallar, sævar Ingi fór allur inn. Hann setti upp Sólgleraugun og leit út eins og Jason Statham, Hann leit afar confident. Luffi foldaði eftir góða umhugsun en Óskar Snappkallaði. Sævar Ingi með A8 en Óskar með hann dominated með AJ Borðið rann T44K og riverið BOOM!8

16:49 Drottningin hefur ekki níu líf, heldur hundrað og níu líf.

Eydís var rétt í þessu að tvöfalda sig þegar hún fór allin með AQ og var kölluð af Valda Skjálfta með AK. Það þurfti ekki að spurja að því að hún hafi sogið út enda kom dama í borðið fyrir dömuna. Chip and a chair búið að vera hennar trademark í dag. Hún fór svo að syngja “Ertu þá farin frá mér, hvar ertu núna”

16:54 Valdi Skjálfti tvöfaldar í ansi köldum stokki

Helgi Kri hækkað veðmál í highjack, Leó kallar í cuttoff og Valdi 3bettar á hnappnum. Helgi Kri fer allur, Leó foldar en Valdi kallar á nanósekúndu. Valdi með ÁSA gegn Drottningum hjá Helga. Tvö andlit létu sjá sig á fyrsta strætinu en því miður fyrir Helga voru þar bara karlmenn, Kóngur og Gosi. Miðstrætið og Endastræti gerðu heldur ekkert.

16:59 Eiríkur Garðar að fara á kostum.

Foldað var að Leó sem hækkaði og Eiríkur Garðar í stóra blind tók af sér headfón, setti lag í gang á speaker og fór allur inn. Allt borðið fór að skellihlæja. Leó fór í tankinn og sagði svo “Ég get ekkert kallað þetta eftir svona allin. ertu ekki annars alltaf með þetta” og foldar svo. Frábær skemmtun, had to be there moment

17:00 15.sæti Jóhann Örn Ingvason. Singis að komast á run. 

Sævar Ingi kallaði all inn frá Jóhanni, en Sævar hafði hækkað í litla blind og Jóhann í stóra fór allur.

Jóhann með QJ gegn AK hjá Sævari. Fréttaritari spurði hver væri með AK og einhver nefndi Sævar. Þá segi ég Sævar Ingi Sævarsson. Steini Pé grípur þá inní “ahhh Singis, þá veit ég það” allir fara að hlæja.

Borðið kom annars K10x meiri sviti, en turn blank river K

17:09 Steini Pé rukkar akureyrarpeningin til baka

Foldað að Steina í litla sem hækkar. Haukur kallar. Borðið les JQ5

Steini tékkar og Haukur skýtur. Steini kallar. Turn 4 Aftur skýtur Haukur, í þetta skiptið fast 25k. River kemur 8 Steini tékkar það gerir Haukur líka. Haukur með 93 og floppaði lit en Steini saug hann út með A9

17:22 Blindahækkun 2500/5000 ante 500

Gerðist fyrir ca 10 mínútum gleymdi að segja frá því. 14 eftir avg 287k. Luffi chipdaddy með ca 1/5 af chipsum í play hann er í ca milljón.

17:24 AND still she lives. 

Eydís fór allinn eftir hækkun hjá Sævari Inga sem kallaði. Eydís hitti 3 outer aftur. Núna með AJ gegn JJ hjá Sævari. Ás á floppi.

17:28 Tveir allinn, enginn út, ekkert double up, chop.

Ömurlegt.

Það var foldað að Eiríki Garðari. Rocky theme fór í gang og allir vita hvað það þýðir, jújú allinn. Bjarni Baquette fór allur inn yfir það og aðrir folda. Báðir með AQ. Garðar biður dílerinn að láta Bjarna hafa spaðaflush en það hefði auðvita þýtt að hann mundi vinna pottinn með spaða ásinn. Það gerðist næstum því. Þrír spaðar komu.

17:36 14.sæti Eydís Björgvinsdóttir 94.000

Hið óumflýjanlega varð að veruleika að Eydís vann ekki með verri höndina. Hún fór allinn með KQ og var kölluð af Steina Pé með AQ. Enginn three outer í þetta skiptið og Eydís dottinn út. Sú var búin að lifa dagin af vá.

17:37 13.sæti Eiríkur Garðar Einarsson 94.000

Eiríkur Garðar getur farið að koma sér í CG. Hann hennti Rocky theme inu inn eftir hækkun frá Leó Sig. Það þýddi auðvita allin. Leó kallaði með 77 gegn AK í hjarta hjá Garðari. Borðið kom með fleiri outs fyrir Garðar QJx borð en mimðstræti og endastræti voru ekki honum í hag og Garðar út.

12 eftir koma svo.

17:43 Luffi: “Það verður enginn Reykvíkingur á lokaborðinu”

Ég var að nefna við Steina Pé að það verði íslandsmet ef tveir húsvíkingar verða á lokaborðinu, og einn akureyringur. Luffi sagði þá “Ég er frá Þorlákshöfn, Það verða engir Reykvikingar á lokaborðinu” Ég svaraði “Sævar Ingi er Reykvíkingur”  Luffi svaraði þá “Þá dettur Sævar Ingi út í 11.sæti”.  Skemmtilegt table talk í gangi.

17:54 SVAKALEG HÖND. Ískaldur stokkur. 11.sæti Valdimar Jóhannsson 94.000

Guðmundur Auðun opnar og foldað að Leó í litla blind sem endurhækkar. Valdi í stóra tankar og cold 4 bettar. Leó fer í tankinn og fer allur inn. Valdi í stóra tankar og telur hvað hann á eftir sem var ca 200k og endar á því að kalla.

Leó með KK en Valdimar með AK

Guðmundur Auðun segir. “Leó ef þú dogde ar þetta þá ætla ég að kalla þig KING Leó” Á meðan segir Valdi “ég ætla að nota one time ið mitt núna. ONE TIME”

Borðið Q78. Hlaupandi tíglar möguleiki. Turn einmitt það 3 Valdi komin með fullt af auka outs. River K

Leó orðin frekar stór eftir þessa hönd.

18:03 Baquette shippar yfir Gummahækkun

Guðmundur Auðun hækkaði á hnappnum og Bjarni Baquette snapshippar. Gummi tankaði þetta var um 60k betur, Gummi sagðist vera með ás og gera tight fold.

Bjarni er auðvita frá Grindavík ekki Húsavík eins og ég sagði áðan. Það leiðréttist hér með. Ég var greinilega að ofmeta Húsavík.

18:15 Gummi að taka fínan pott af Leó

Ég kem að borði sem sýnir A2KK

Gummi setti út ca 30 og Leó kallaði. River var 7. Gummi setur 75k. Leó fer í tankinn og spyr Gumma hvað hann eigi mikið eftir það bet. Gummi svarar engu, Gummi biður dealer um að segja hvað hann eigi eftir sem var 173k betur. Hann endar á að kalla og Gummi sýnir KT.  “Nice flopp fyrir þig” sagði Leó og andar léttar að hann hafi ekki sett hann allin.

18:24 Matarhlé 45 mínútur. 

Næstu blindar verða 3000/6000 1000 ante

Ca chipcount

Leó Sigurðsson 600k

Helgi Kri 190 k

Guðmundur Auðun 465k

Bjarni Baquette 89k

Sasha 172k

 

Ómar Guðbrandsson 900k

Einar Már Þórólfsson 400k

Steini Pé 540k

Sævar Ingi Sævarsson 300k

Óskar Kemp 230k

Haukur Grettisson 127k

19:24 11.sæti Bjarni Baquette 94.000

Bjarni openshippar og Leó kallar. Bjarni með KJ. Ég er með whiskey höndina sagði Bjarni eftir að Leó kallaði. Leó var með A9 Borðið bauð uppá auka outs fyrir Bjarna

566. Turn og river blank og Bjarni út.

Unofficial lokaborð. Einn út og við höfum lokaborð.

19:35 MULTIWAY pottur

Óskar opnar, Gummi kallar, Sævar kallar, Steini kallar og komið að Luffa sem segir “er þetta bara friendly 13k? ég tek sko þátt í þeirri veislu”. Haukur kallaði í bb. Borðið las K8T tékkað að Gumma sem setur 27k, Steini kallar en Luffi setur í 110 og alir folda.

20:21 Fyrsta allin og kall. Haukur tvöfaldar

Sævar hækkar, Steini Pé kallar, foldað að Hauki sem fer allur inn. Sævar Ingi kallar, steini foldar.

Sævar með AQ í laufi gegn 88 hjá Hauki. K x x flop J turn fyrir auka outs fyrir Sævar sem hittir ekki river. Haukur ekki lengur minnstur. Sýnist Óskar Kemp og Helgi Kri vera minni, svo gæti verið að Einar Már sé ekkert svaka stór heldur.

20:40 Óskar Kemp tvöfaldar

Óskar opnar utg, Haukur fer allur inn á hnappnum Óskar kallar. Óskar með QJ í spaða. Haukur 99. J á flop og engin nía kom.

20:41 Ekkert lokaborð fyrir Helga Kristinsson 10.sæti 114.000 ógeðslegt river

Sasha hækkar veðmálið og Helgi Kri kallar á button. Flop KQ4 Sasha bettar, Helgi fer allur Sasha snapkallaði. Helgi með KQ en Sasha með AA turn kom 9 ljótt turn sem gaf Sasha fleiri outs, river 9  Fyrir hærri tvö pör.

20:41 Lokaborð klárt

Guðmundur Auðun Gunnarsson 338.000

Sævar Ingi Sævarsson 263.000

Aðalsteinn Pétur Karlsson 550.000

Leó Sigurðsson 535.000

Ómar Guðbrandsson 1.265.000

Sasha Drca  464.000

Einar Már Þórólfsson 151.000

Haukur Grettisson 141.000

Óskar Aðils Kemp 240.000

 

Sævar Ingi, Óskar Kemp og Guðmundur Auðun Gunnarsson eru á sínu öðru lokaborði. Ómar”Luffi” varð íslandsmeistari í Omaha.

 

 

 

  1. Elvar Guðmundsson says:

    Hvernig er chip-staðan núna svona ca.?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *