Gífurleg uppsveifla í póker !

27Feb

Þó það hafi lítið heyrst frá Pókersambandinu síðan á Stórbokka þá höfum við aldeilis ekki setið auðum höndum og er heilmargt á döfinni hjá PSÍ.

Í kvöld heldur Pókersambandið 70 manna pókermót fyrir verkfræðistofuna Mannvit en á sama tíma þá sjáum við um 50 manna mót í höfuðstöðvum CCP. Annað kvöld þá kemur Pókersambandið svo að viðburði á vegum viðburðafyrirtækisins Eskimo. Það er í nógu að snúast í pókernum þessa dagana og gífurleg aukning á iðkendum.

Dagskráin fyrir árið er að verða klár en stefnt er að því að halda aðalfundinn 14. mars n.k. en þá verða frekari hugmyndir kynntar sem og samantekt fyrir árið tekin fyrir.

Sjónvarpsmálum þokar svo hægt og örugglega 😉

 

Góðar stundir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *