2013-gustaf
Fullt nafn?
Gústaf Smári Björnsson.

Aldur?
29.

Hvaðan af landinu kemur þú?
Reykjavík.

Uppáhalds íslenska íþróttalið?
LEIKNIR REYKJAVÍK.

Ert þú í vinnu eða námi?
Vinnu.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Síðan 2005. Hef alltaf haft mikinn áhuga á spilum og þegar ég sá Hr. HMS (a.k.a CASINOICE) spila þá var ekki aftur snúið.

Hver er þinn besti árangur í póker?
Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn sem var spilað um, það var fyrir daga Pókersambandsins og spilað var í klúbbnum við Klapparstíg.

Stærsta cashið var á 1000€ hliðarmóti á EPT í Deuville sem er rétt fyrir utan París 25.000€ 3.sæti.

Til gamans má geta að það var einhver svíi sem ég kynntist á EPT í Koben 2 vikum áður sem bauð mér út og ætlaði að steika mig í mótið en þegar út var komið var hann búinn að bjóða alltof mörgum og á endanum bauð hann Patrick Antonius frekar en mér í mótið (skiljanlega, en þetta var rétt áður en stjarna hans reis hvað hæst) svo ég fór í fýlu en ákvað síðan að spila bara side mótið fyrst ég var nú kominn í draugabæinn Deuville og ekkert annað hægt að gera þarna. Patrick skeit og ég cashaði 25k og alla lestarferðina heim var gæinn vælandi yfir því að hafa ekki sent mig í main eventinn.

Hefur þú spilað á stórmóti erlendis? Ef já hvernig gekk?
Ég hef spilað fjöldann allan af stórum mótum.

2006 WSOP Main Event þegar Jamie Gold vann. EPT Main Event og mörg önnur EPT. Fullt af smærri mótum og mótaröðum. Hef nokkrum sinnum komist ágætlega langt en aldrei cashað í stórmóti en hef alloft cashað í minni mótum.

Ertu hjátrúarfullur?
Nei.

Hver er uppáhalds póker hendin þín?
Q6 don´t even ask.

Eftirminnilegasta hönd úr mótinu?
Ætli það sé ekki eina stóra höndin sem ég hef fengið, KK vs 99 hjá Smára all-in á bubblunni. 270k pottur.

Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Allar Íþróttir.

Erfiðasti andstæðingur?
Siggi Dan og Ólafur Helgi hafa reynst mér erfiðir í þessu móti og ég er ánægður að vera laus við annan þeirra. Annars hef ég í gegnum tíðina spilað við marga sterka spilara

Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni eða skólanum?
Nei ekki aftur, það var gaman að prófa það en ég gerði það í um 3 ár.

Uppáhaldsvefsíða?
Fotbolti.net

Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati?
Magnús Eiður Magnússon er auðvitað kóngurinn en annars hefur Halldór Már Sverrisson reynst mér mjög vel og get ég þakkað honum minn góða árangur í gegnum tíðina. þeir tveir deila þessum titli.

Phil Helmuth eða Phil Ivey?
Það er ansi gaman að hlusta á Helmuth væla þegar hann er donkaður út, Ivey er auðvitað eitursvalur en ég segi bara Phil Laak.

Hvað finnst þér að mætti bæta í pókersamfélaginu á Íslandi?
Það mættu vera fleiri stórmót, svona 2 daga event.

Eins og það er nú óskiljanlegt þá er erfitt að finna einhvern til að hýsa þessi mót þrátt fyrir gríðarlega innkomu þökk sé bjórþyrstum pókerspilurum (þeir taka þetta til sín sem vilja) en vonandi fer að verða smá vakning í þessum málum.

Eitthvað að lokum?
Thumbs up fyrir Pókersambandið seinasta helgi tókst einstaklega vel og ég hlakka gríðarlega til að spila lokaborðið enda stefnir allt í flottustu umgjörð á pókermóti allra tíma á Íslandi og hvet ég sem flesta til að kíkja við í bíósalinn á Hotel Loftleiðum.